Hátt í 600 nýjar íbúðir í Hafnarfirði

Hugsanlegt útlit framtíðarbyggðar við Hvaleyrarbraut 26-30 gæti orðið eins og …
Hugsanlegt útlit framtíðarbyggðar við Hvaleyrarbraut 26-30 gæti orðið eins og á þessari mynd. Ljósmynd/Aðsend

Samið hefur verið við lóðarhafa um umfangsmikla uppbyggingu við Hvaleyrarbraut og Óseyrarbraut í grennd við suðurhöfnina í Hafnarfirði.

Í gær voru undirritaðir samningar um uppbyggingu 148 íbúða við Hvaleyrarbraut 4-12 annars vegar og hins vegar 110 íbúða auk þjónusturýmis við Hvaleyrarbraut 20, samkvæmt tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Nýlega var gengið frá samkomulagi um uppbygginu 190 íbúða á Óseyrarbraut 13 og í sumar var greint frá því að 144 íbúðir yrðu byggðar við Hvaleyrarbraut 26-30 ásamt þjónusturýmum.

Íbúðahverfin sem um ræðir markast af Hvaleyrarbraut, Lónsbraut og Óseyrarbraut sunnan hafnarsvæðisins, meðal annars svokallað Óseyrarhverfi. Lóðirnar hafa fram til þessa verið nýttar undir ýmiss konar atvinnustarfsemi.

Samtals hefur því verið samið um uppbyggingu 592 íbúða á svæðinu. Frekari uppbygging íbúða og þjónustu er fyrirhuguð á þessu svæði á komandi árum og mun hún hafa mikil og jákvæð áhrif á ásýnd og mannlíf bæjarins, er fullyrt í tilkynningunni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert