Leiguverð spilar stærra hlutverk en áður

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans.
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástæðuna fyr­ir því að grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans spáði lægri verðbólgu en raun­in varð í gær má rekja til mun meiri hækk­un­ar á reiknaðri húsa­leigu en hún gerði ráð fyr­ir.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Grein­inga­deild­in spáði því að verðbólg­an myndi lækka niður í 4,5% en hún hjaðnaði aft­ur á móti í 4,8%.

„Segja má að leigu­verð spili stærra hlut­verk í neyslu­verðsút­reikn­ing­um en áður eft­ir breyt­ing­ar Hag­stof­unn­ar á út­reikn­ingi á hús­næðisliðnum, nán­ar til­tekið reiknaðri húsa­leigu, í vísi­tölu neyslu­verðs,“ seg­ir í Hag­sjánni. 

Leigu­verð hækkað um­fram kaup­verð

Fram kem­ur í Hag­sjánni að leigu­verðsvísi­tal­an hækkaði þó nokkuð í októ­ber og reiknuð húsa­leiga í vísi­tölu neyslu­verðs hækkaði um­fram vænt­ing­ar í nóv­em­ber.

Vísi­tala leigu­verðs hækkaði um 1,8% á milli mánaða í októ­ber og hef­ur hækkað um 11,2% síðasta árið, á sama tíma og kaup­verð íbúða hef­ur hækkað um 8,7%.

„Síðustu tvö ár hef­ur leigu­verð hækkað um­fram kaup­verð en sé horft á lengra tíma­bil, eða síðasta ára­tug­inn, hef­ur kaup­verð hækkað þó nokkuð meira en leigu­verð,“ seg­ir þar.

Erfiðara að fá lang­tíma­leigu­hús­næði

Svo virðist sem erfiðara sé verða sér úti um lang­tíma­leigu­hús­næði en árið 2018, áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á.

„Um þess­ar mund­ir eru vext­ir háir og lán­veit­end­ur hafa dregið úr aðgengi að láns­fé. Verðþróun á eigna­markaði hef­ur því verið með ró­legu móti allra síðustu mánuði, en nýj­ustu gögn benda til hækk­un­ar á leigu,“ seg­ir í Hag­sjánni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert