Munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki innan marka

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylking nýtur 21,9% fylgis í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkur mælist litlu minni með 19,7% fylgi en munurinn þar á milli er innan vikmarka.

Viðreisn mælist með 14,4% fylgi.

Flokkur fólksins mælist með 10,5%.

Rúmlega tíundi hver þeirra sem svara, eða 10,1%, nefnir Miðflokkinn og 9,4% Framsóknarflokkinn.

Tekið er fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar að munurinn á milli þriggja síðastnefndu flokkanna sé innan vikmarka.

2,1% nefna Vinstri græn

Sósíalistar mælast með 6,1% fylgi og Píratar 4,5%.

Þá nefna 2,1% svarenda Vinstri græn, 1,2% Lýðræðisflokkinn og 0,1% Ábyrga framtíð.

Könnunin var gerð í dag og í gær, þar sem fólk var spurt hvaða flokk eða lista það ætlar að kjósa í alþingiskosningunum á morgun.

Tekið var 2.600 manna úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls tóku 1.060 afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka