Teknir með kannabis og kókaín í nokkru magni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Vestfjörðum handtók tvo einstaklinga síðdegis á miðvikudag sem voru að koma akandi frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að fólkið væri með fíkniefni í fórum sínum.

Að sögn lögreglu voru einstaklingarnir færðir á lögreglustöðina á Ísafirði og var framkvæmd leit í bifreið þeirra og á þeim sjálfum.

„Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, aðstoðaði við leitina. Vandlega falin fíkniefni fundust við leitina. Um var að ræða kannabisefni og kókaín í nokkru magni.

Aðilunum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggur fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendir til þess gagnstæða,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka