Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í morgun eftir að ferðamaður meiddist á fæti á Kötlujökli.
Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru björgunarsveitirnar Víkverji og Lífgjöf boðaðar á staðinn.
Björgunarsveitarmenn frá Víkverja eru komnir á jökulinn ásamt sjúkraflutningamönnum, segir Jón Þór, sem bætir við að slæmt veður sé á staðnum.