Þyrla Landhelgisgæslunnar er búin að sækja ferðamann sem slasaðist á fæti í íshelli í Kötlujökli í morgun.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrlan kölluð út vegna þess að um erfiðan burð var að ræða og torvelt að koma manninum í burtu með öðrum leiðum.
Þyrlan fór af slysstaðnum rétt upp úr klukkan 12.
Í bakaleiðinni sótti þyrlan annan sjúkling á Vík í Mýrdal sem hafði veikst og er hún núna á leiðinni til baka til Reykjavíkur.