Tvö og hálft ár fyrir amfetamínbasa

Landsréttur staðfesti refsingu mannsins fyrir innflutning á amfetamínbasa.
Landsréttur staðfesti refsingu mannsins fyrir innflutning á amfetamínbasa. mbl.is/Jón Pétur

Maður var í dag, fimmtudag, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir innflutning á samtals 1.950 millilítrum af amfetamínbasa sem kona hafði með sér með flugi frá Póllandi í október í fyrra. Hlaut hún fimmtán mánaða dóm í héraði í maí en áfrýjaði ekki. Dómur héraðsdóms í máli mannsins, tvö og hálft ár, var staðfestur.

Játaði maðurinn sök í héraði en ákæruvaldið féll frá ákærulið er varðaði peningaþvætti. Var deilt um ákvörðun refsingar í Landsrétti auk ágreinings um upptöku á fjármunum sem konan hafði í vörslum sér við komu til landsins.

Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur hvað uppruna fjármunanna snerti, en hann samræmdist ekki gögnum sem lögregla aflaði um fjárhag hans.

Um stórfellt fíkniefnabrot taldist hins vegar að ræða og refsing mannsins fyrir héraðsdómi fyrir innflutninginn því talin réttmæt og staðfest í Landsrétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka