„Versta spáin virðist vera að rætast“

Gestur Jónsson yfirkjörstjórnarformaður á Norðausturlandi er sultuslakur yfir kosningunum en …
Gestur Jónsson yfirkjörstjórnarformaður á Norðausturlandi er sultuslakur yfir kosningunum en tekur fram að ekki komi til greina að stefna lífi og limum fólks í hættu. Samsett mynd

„Versta spá­in virðist vera að ræt­ast en við ætl­um að halda okk­ar áætl­un, að kjör­fund­ur verði opnaður á aug­lýst­um tíma í fyrra­málið og svo tök­um við stöðuna með heima­mönn­um fyr­ir há­degi,“ seg­ir Gest­ur Jóns­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar norðaust­ur­kjör­dæm­is, við mbl.is um stöðu mála í kjör­dæm­inu þar sem veður gæti gert kjós­end­um skrá­veifu á morg­un.

Hef­ur Veður­stofa Íslands gefið út gula viðvör­un fyr­ir stóra hluta lands­ins á morg­un og fram á sunnu­dag.

Á Norður­landi eystra hljóðar spá­in upp á 10 til 18 metra vind­hraða miðað við sek­úndu með snjó­komu og skafrenn­ingi, lé­leg akst­urs­skil­yrði og mögu­lega ófærð á veg­um.

Gæti þurft að fresta taln­ingu

Á Aust­ur­landi að Glett­ingi – en Glett­ing­ur er á milli Loðmund­ar­fjarðar og Borg­ar­fjarðar eystri fyr­ir þá sem löng­um hafa velt því fyr­ir sér – er spáð hríð og gul viðvör­un gild­ir frá klukk­an sjö í fyrra­málið og til átta að morgni full­veld­is­dags­ins 1. des­em­ber á sunnu­dag­inn. Lé­leg akst­urs­skil­yrði og mögu­leg ófærð á veg­um þar eins og á Norður­landi eystra.

„Ef menn telja að þeir geti haft kjör­fund og haldið opnu mun­um við bara ljúka kjör­fundi og síðan sjá­um við til hvernig geng­ur að safna kjör­gögn­um á taln­ing­arstað, það gæti þurft að fresta taln­ingu fram á sunnu­dag,“ seg­ir Gest­ur.

En það var röð út úr dyr­um í utan­kjörstaðar­at­kvæðagreiðslu á Eg­ils­stöðum í dag?

„Já, það hef­ur verið gríðarleg þátt­taka í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum, ég hef raun­ar verið á fullu við annað í dag, það eru sýslu­menn sem stjórna þessu hver í sínu um­dæmi,“ seg­ir Gest­ur sem greindi frá því í ný­legu spjalli við mbl.is að eft­ir 50 ára fer­il við kjör­stjórn lyki hann ferli sín­um með alþing­is­kosn­ing­un­um 30. nóv­em­ber 2024.

Hætt­ir með hvelli

Þannig að það má segja að þú ljúk­ir þinni hálfu öld á þess­um vett­vangi með eft­ir­minni­leg­um hætti.

„Já já,“ seg­ir Gest­ur og hlær, „það er ekk­ert hægt að kvarta yfir þessu, þetta er bara verk­efna­vinna, en það er leiðin­legt gagn­vart kjós­end­um hvað þetta verður erfitt ef­laust fyr­ir þá. Við hin erum sultuslök, taln­ing­in er ekki vanda­málið, það má alltaf fresta henni og verður bara að koma í ljós hvort hún verði seint um nótt­ina eða dag­inn eft­ir, við mun­um ekki leggja líf og limi fólks í hættu við að koma kjör­gögn­um til okk­ar,“ seg­ir Gest­ur Jóns­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar norðaust­ur­kjör­dæm­is, um gang mála í kjör­dæmi sem lík­ast til gust­ar um á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert