Formaðurinn utan þings samkvæmt fyrstu tölum

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, fær ekki sæti á Alþingi miðað við fyrstu töl­ur úr Suður­kjör­dæmi.

Halla Hrund Loga­dótt­ir er eini fram­bjóðandi flokks­ins í kjör­dæm­inu sem fær sæti á þingi, þar sem Sig­urður eft­ir­lét henni odd­vita­sætið í heima­kjör­dæmi sínu.

Halla Hrund Logadóttir á kjördæmisþingi í vikunni.
Halla Hrund Loga­dótt­ir á kjör­dæm­isþingi í vik­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

1.055 at­kvæði af rúm­lega níu þúsund

Fyrstu töl­ur úr Suður­kjör­dæm­inu voru kynnt­ar fyr­ir skömmu og hafa 1.055 at­kvæði fallið í skaut Fram­sókn­ar.

Flokk­ur­inn virðist því gjalda af­hroð miðað við síðustu kosn­ing­ar. Vert er þó að nefna að aðeins er búið að telja rúm­lega 9 þúsund at­kvæði í kjör­dæm­inu, þar sem rúm­lega 40 þúsund eru á kjör­skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert