Gasmengun yfir heilsuverndarmörkum á Húsafelli

Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt átt á gosstöðvunum …
Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt átt á gosstöðvunum í dag mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eld­gosið á Sund­hnúkagígaröðinni held­ur áfram með svipuðu móti líkt og und­an­farna daga og styðja óróa­gögn­in að virkn­in sé stöðug.“

Svo seg­ir í til­kynn­ingu nátt­úru­vár­vakt­ar Veður­stofu Íslands. 

Áfram flæðir hraun til aust­urs og suðaust­urs frá nyrsta gígn­um, að Sand­hól og Fagra­dals­fjalli.

Í nótt mæld­ist gasmeng­un (SO2) yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um á gasmæli á Húsa­felli, aust­an Grind­ar­vík­ur, og seg­ir að því er mik­il­vægt að göngugarp­ar og aðrir ferðamenn á svæðinu fari að öllu með gát.

Gas­dreif­ing­ar­spá ger­ir ráð fyr­ir norðan- og norðaustanátt átt á gosstöðvun­um í dag með vax­andi vind­hraða og berst meng­un því til suðurs og suðvest­urs, m.a. yfir Grinda­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka