Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svonefnda, klukkan 11 í morgun var 6,1 prósent en 4.811 manns höfðu þá kosið. Á kjörskrá eru 79.052 manns.
Þetta er heldur lakari kjörsókn heldur en var í Alþingiskosningum árið 2021 en þá höfðu á sama tíma 5.018 kosið eða 6,6 prósent.
Í forsetakosningum í sumar höfðu 5.151 kosið á sama tíma eða 6,6 prósent.
Árið 2024 höfðu 5.151 kosið eða 6,6% (Forsetakosningar)
Árið 2021 höfðu 5.018 kosið eða 6,8% (Alþingiskosningar)
Árið 2020 höfðu 3.841 kosið eða 5,3% (Forsetakosningar)
Árið 2017 höfðu 4.062 kosið eða 5,8% (Alþingiskosningar)