Kýldi fangavörð með krepptum hnefa

Einstaklingurinn er þekktur fyrir ofbeldisfulla háttsemi hjá lögreglu.
Einstaklingurinn er þekktur fyrir ofbeldisfulla háttsemi hjá lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag kýldi fangavörð með krepptum hnefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Tilkynnt hafði verið um einstakling sem hafði verið að slá til fólks og verið með mikil læti.

Kom í ljós er lögreglu bar að garði að sá sem um ræddi hafi einnig verið mjög ölvaður og þekktur fyrir svipaða háttsemi hjá lögreglu.

Var honum komið á lögreglustöð þar sem hann er vistaður vegna ástands og háttsemi.

„Þegar verið var að koma honum í fangaklefa þá náði hann að kýla fangavörð með krepptum hnefa. Verður aðilinn því einnig kærður fyrir það,“ segir í dagbók lögreglu.

Með vandræði í mathöll

Einnig var tilkynnt um einstakling sem var til vandræða í mathöll í miðborginni. 

Var hann undir miklum áhrifum áfengis og fíkniefna og sýndi af sér ofbeldisfulla hegðun. Var hann handtekinn enda ekki talinn hæfur til að vera meðal almennings í því ástandi sem hann var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka