Samfylkingin leiðir í Norðausturkjördæmi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin leiðir í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum.

Fékk flokkurinn 455 atkvæði af 2.000 töldum atkvæðum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 318 atkvæði, Flokkur fólksins 291, Miðflokkur 275, Framsókn 259 atkvæði og Viðreisn með 173 atkvæði.

Sam­fylk­ing­in mældist með mest fylgi í loka­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, tæp 22%. Viðreisn mældist í 18% og Sjálf­stæðis­flokk­ur í 15%, en mun­ur­inn er töl­fræðilega ómark­tæk­ur.

Landsyfirlitið sem birtist nú byggir að hluta á niðurstöðum úr skoðanakönnunum, þar til komnar eru atkvæðatölur úr öllum kjördæmum. Eftir að fyrstu tölur eru komnar úr öllum kjördæmum byggir landsyfirlitið einungis á þeim tölum sem gefnar hafa verið upp af yfirkjörstjórnum.

Miðað við þessar fyrstu tölur eru þetta þeir frambjóðendur sem myndu hljóta sæti á Alþingi, en rétt er að taka fram að aðeins hafa verið talin 2.000 atkvæði.

Kjördæmakjörnir
  · Logi Einarsson (S)
  · Jens Garðar Helgason (D)
  · Sigurjón Þórðarson (F)
  · Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
  · Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
  · Eydís Ásbjörnsdóttir (S)
  · Ingvar Þóroddsson (C)
  · Njáll Trausti Friðbertsson (D)
  · Sæunn Gísladóttir (S)
Uppbótar 
  · Þorgrímur Sigmundsson (M)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert