Strætó lenti út af vegi í Öxnadal í Eyjafirði um kl. 19 í kvöld. Um 5 manns voru um borð í bifreiðinni en engan sakaði.
„Þetta er skammt norðan við Skarðsá,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem greinir frá slysinu í samtali við mbl.is.
Björgunarsveitarfólk er á vettvangi og mun að öllum líkindum aka með farþegana til Akureyrar.
Strætó tilkynnir á Twitter að vegna „óviðráðanlega aðstæðna“ sé leið 57 frá Akureyri Reykjavíkur ekki á leið.
Björgunarsveitir landsins hafa haft í nógu að snúast í dag, kjördag, þar sem gul viðvörun er í gildi á austan-, norðaustan- og norðvestanverðu landinu.