Þorgerður: „Stórkostlegur sigur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er full af þakklæti yfir fyrstu tölum.“

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, innt eftir viðbrögðum við fyrstu tölum.

„Við erum, eins og staðan er núna, með kjördæmakjörna menn bæði í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Það eitt út af fyrir sig er stórkostlegur sigur.“

Ákall um breytingar

Hún telur að fylgistap ríkisstjórnarflokkanna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknar sé til merkis um ákall þjóðarinnar til breytinga.

„Það er ákall um breytingar. Það þarf að taka fastar á málum, það þarf að vera samhent ríkisstjórn. Það voru skilaboðin sem við fengum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert