Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan sé til taks ef á þurfi að halda til að koma kjörgögnum á talningarstaði.
Veður og ófærð, sérstaklega á norður- og austurhelmingi landsins, gæti sett strik í reikninginn hvað varðar að koma atvæðum frá kjörstöðum en hvassviðri, sjókoma og skafrenningur er víða á Norður- og Austurlandi.
„Við vorum í töluverðum samskiptum við Landskjörstjórn en það var að endingu ákveðið að varðskipið Þór yrði fyrir vestan og það var við Grundarfjörð í morgun,“ segir Ásgeir.
Hann segir að þyrlur Landhelgisgæslunnar séu klárar ef á þurfi að halda til að sækja kjörgögn en það þurfi að skoða það með tilliti til flugveðurs sem getur til að mynda verið erfitt fyrir austan eins og veðrið sé þar núna.