Áfengi oftar smyglað inn á bari

Sífellt algengara verður nú að fólk komi með áfengi að …
Sífellt algengara verður nú að fólk komi með áfengi að heiman. Morgunblaðið/Eggert

Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur verða í auknum mæli varir við að gestir smygli áfengi inn á staðina. Háir áfengisskattar og erfitt efnahagsástand eru meðal ástæðna þessa en fólk á öllum aldri hefur orðið uppvíst að smygli.

„Þetta hefur aukist gríðarlega síðasta árið eða tvö. Það hefur kreppt að í þjóðfélaginu en fólk vill samt alltaf skemmta sér,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, veitingamaður á Röntgen við Hverfisgötu.

Steinþór Helgi Arnsteinsson
Steinþór Helgi Arnsteinsson

Skemmtistaðir þrífast vitaskuld á sölu áfengis og veitinga og því er bannað að koma með slíkt að heiman. Steinþór segir að smygl á áfengi inn á staðina sé þrátt fyrir þetta nokkuð algengt. Starfsmenn hafi margoft staðið gesti að því að drekka eigið áfengi að undanförnu og flöskur og dósir finnast í ruslafötum inni á baðherbergjum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka