Bæjarstjórar og fyrrum borgarstjórar á Alþingi

Arna Lára, Jón Gnarr, Dagur og Rósa .
Arna Lára, Jón Gnarr, Dagur og Rósa . Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/Eggert Jóhannesson

Fjölmörg ný nöfn verður að finna á Alþingi þegar það kemur aftur saman eftir nýafstaðnar þingkosningar.

Sumir hafa verið áberandi í sveitarstjórnarmálum. Tveir fyrrverandi borgarstjórar eru þar á meðal, eða þeir Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni og Jón Gnarr úr Viðreisn.

Tveir bæjarstjórar eru einnig á meðal nýrra þingmanna, eða þær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sem sat áður á Alþingi sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins árið 2008, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, úr Samfylkingunni.

Fyrrverandi bæjarstjóri í hópnum

Einn fyrrverandi bæjarstjóri er í hópnum, eða Eiríkur Björn Björgvinsson úr Viðreisn sem er var bæjarstjóri Akureyrar og þar á undan á Fljótsdalshéraði Hann hefur undanfarið starfað sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar.

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðrir sem sitja eða hafa setið í sveitarstjórnum og eru núna komin á þing eru Pawel Bartoszek, fyrrverandi borgarfulltrúi Viðreisnar, Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins, Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni sem hefur verið bæjarfulltrúi í Ölfusi, Guðmundur Ari Sigurjónsson úr Samfylkingunni, sem hefur verið bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar og Ólafur Adolfsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akranesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert