„Betra en ég þorði að vona“

Hildur Sverrisdóttir sést hér faðma Jón Pétur Zimsen í kvöld.
Hildur Sverrisdóttir sést hér faðma Jón Pétur Zimsen í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir niður­stöðu kosn­ing­anna betri en hún þorði að vona. „Eins og staðan er núna þá erum við að halda þing­manna­fjölda okk­ar.

(Frá því viðtalið var tekið fyrr í nótt hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn misst tvo þing­menn.)

Spurð hvort hún sjái ein­hver stjórn­ar­mynst­ur í spil­un­um þá seg­ir Hild­ur að hún ótt­ist meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Fram­sókn­ar­flokks.

„Eins og staðan er núna þá sýn­ist mér að það vanti einn þing­mann í að stjórn­in sem ég óttaðist mest verði að veru­leika. Ég held að það myndi verða stjórn sem myndi bera skatta­hækk­an­ir og ein­hverja óþarfa veg­ferð í átt að Brus­sel á borð. En það er margt í þessu og ég tel það skipta mestu máli að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verði við stjórn­völ­inn því það er á grunni hans stefnu sem ís­lenskt sam­fé­lag er eins far­sælt og það er í sam­an­b­urði við önn­ur lönd í heim­in­um. Og það er því mik­il­vægt að hann hafi sæti við stjórn­ar­borðið,“ seg­ir Hild­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert