Sjálfstæðisflokkurinn missir uppbótarþingmann sinn í Suðurkjördæmi samkvæmt nýjustu tölum, en Framsóknarflokkurinn bætir á móti við sig manni og er með tvo þingmenn í kjördæminu.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar úr 21,4% niður í 20,6%. Flokkur fólksins bætir hins vegar við sig og fer úr 18,9% og fer upp í 19,4%. Viðreisn bætir einnig aðeins við sig og fer úr 10,7% í 11%.
Samfylkingin lækkar hins vegar úr 18,6% í 18,2%.
Flokkur fólksins og Samfylkingin halda tveimur þingmönnum og Miðflokkur og Viðreisn halda sínum manni.
Sá uppbótarþingmaður sem Sjálfstæðisflokkurinn missir er Ingveldur Anna Sigurðardóttir, en í staðinn kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, inn.
Samkvæmt þessum tölum eru eftirfarandi þingmenn kjördæmisins:
Kjördæmakjörnir
· Guðrún Hafsteinsdóttir (D)
· Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F)
· Víðir Reynisson (S)
· Halla Hrund Logadóttir (B)
· Karl Gauti Hjaltason (M)
· Guðbrandur Einarsson (C)
· Vilhjálmur Árnason (D)
· Sigurður Helgi Pálmason (F)
· Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S)
Uppbótar
· Sigurður Ingi Jóhannsson (B)