Dagur: Ríkisstjórnin stekkur ekki í fangið á manni

Dagur B. Eggertsson er á leiðinni inn á þing þar …
Dagur B. Eggertsson er á leiðinni inn á þing þar sem hann skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en þar fékk Samfylkingin 28% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstöður kosninganna eru afgerandi sigur Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin er augljóslega kolfallin,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem skipar 2. sæti á lista jafnaðarmannaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Hann segir að eðlilegast væri að Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, fái umboð til ríkisstjórnarmyndunar.

„Ég neita því ekkert að ég hlusta mest eftir tölunum úr Reykjavík, einkum Reykjavík norður, og mér léttir mjög mikið að heyra þær og er ótrúlega ánægður með þann ríka stuðning sem við höfum í borginni,“ segir Dagur.

Hann segir að Samfylkingin sé augljós sigurvegari kosninganna.

„En það verður ekki alveg einfalt. Það er ekki hægt að segja að ríkisstjórnin stökkvi í fangið á manni út frá tölunum. Ég held að eðlilegt fyrsta skref væri að Kristrún fengi umboð til myndunar ríkisstjórnarinnar og síðan yrði bara kannaður samstarfsgrundvöllur,“ segir Dagur.

Hann segist heyra ákall um samstillta ríkisstjórn sem sé tilbúin að vinna að málum til lengri tíma.

„Þetta finnst mér afgerandi niðurstaða sem blasir við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert