„Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur sem við erum að ná og sjáum að það er gríðarlegur hljómgrunnur fyrir jafnaðarstefnunni, þannig að við getum ekki annað en verið ánægð með þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.
Glöggir áhorfendur og einnig þeir sem eru síður glöggir sáu að daður var á milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins í samtali formanna í sjónvarpssal RÚV.
Spurð hvort þetta sé næsta stjórnarmynstur þá vill Kristrún ekkert gefa upp.
„Þetta á allt eftir að koma í ljós. Á þessum tímapunkti eru þetta óformlegar hugmyndir sem eru að myndast hérna í sal og það er enginn sem er að læsa sig saman,“ segir Kristrún.