Flest atkvæði falla dauð niður í Reykjavíkurkjördæmi norður eða um 19,1%. Fæst dauð atkvæði voru í Suðurkjördæmi eða 6,3%.
Alls 7.181 atkvæði falla dauð niður í Reykjavíkurkjördæmi norður, eða um 19,1% greiddra atkvæða.
Sósíalistaflokkurinn fékk 2.194 atkvæði, Píratar 2.006, Framsókn 1.492, Vinstri græn 1.080, Lýðræðisflokkurinn 367 og Ábyrg framtíð 42. Enginn af þessum flokkum fær þingmenn kjörinn í kjördæminu.
Í Reykjavík suður fengu þessir sömu flokkar enga kjörna þingmenn en Ábyrg framtíð var eingöngu með lista í Reykjavík norður.
Sósíalistar fengu 2.091 atkvæði, Framsókn 1.638, Píratar 1.445, Vinstri græn 1.080 og Lýðræðisflokkurinn 388. Alls eru þetta 6.642 atkvæði af 37.665 greiddum, eða um 17,6%.
Sömu sögu er að segja í Suðvesturkjördæmi.
Framsókn fékk þar 3.792 atkvæði, Sósíalistar 1.820, Píratar 1.778, Vinstri græn 987 og Lýðræðisflokkurinn 728. Samtals eru þetta 9.105 atkvæði, eða 14,1% greiddra atkvæða.
Ekkert þessara atkvæða kemur manni á þing í kjördæminu.
Í Norðvesturkjördæmi fengu fjórir flokkar enga menn á þing. Voru það Sósíalistar með 620 atkvæði, Vinstri græn með 486, Píratar 322 og Lýðræðisflokkurinn 143.
Alls eru þetta 1.571 atkvæði eða 8,5% greiddra atkvæða. Framsóknarflokkurinn fékk þó einn mann á þing í kjördæminu með 2.405 atkvæði.
Sömu flokkar náðu svo ekki manni á þing í Norðausturkjördæmi og í Norðvesturkjördæmi.
Sósíalistar fengu 924 atkvæði, Vinstri græn 920, Píratar 438 og Lýðræðisflokkurinn 183. Í heildina 2.465 eða 9,9%.
Í Suðurkjördæmi fengu Sósíalistar 773 atkvæði, Píratar 422, Vinstri græn 421 og Lýðræðisflokkurinn 406. Alls 2.022 atkvæði eða 6,3% atkvæða.
Enginn flokkanna fær menn á þing.