„Fólkið vill Viðreisn í ríkisstjórn“

Þorgerður Katrín fagnar með Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur oddvita í R-Suður.
Þorgerður Katrín fagnar með Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur oddvita í R-Suður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir að um sé að ræða sögu­leg­ar kosn­ing­ar og að Viðreisn hafi fest sig í sessi út um allt land. Hún seg­ir Viðreisn vera til­búna í rík­is­stjórn.

„Þetta eru sögu­leg tíðindi hérna,“ sagði Þor­gerður er hún ávarpaði kosn­inga­vöku Viðreisn­ar á Hót­el Borg nú fyr­ir skömmu.

„Fyr­ir Viðreisn eru þetta okk­ar lang­bestu kosn­ing­ar. Við erum að minnsta kosti að tvö­falda þing­manna­fjöld­ann okk­ar,“ sagði Viðreisn.

Fólk vill breyt­ing­ar

Hún sagði flokk­inn vera að festa sig í sessi út um allt land og vísaði til þess að flokk­ur­inn væri að fá kjör­dæma­kjörna þing­menn í þeim lands­byggðar­kjör­dæm­um þar sem töl­ur eru byrjaðar að ber­ast.

„Skila­boðin þarna er að fólkið vill breyt­ing­ar og fólkið vill Viðreisn í rík­is­stjórn. Við vor­um al­veg með áætl­un, stefnu og sýn fyr­ir kosn­ing­ar. All­ir vita fyr­ir hvað við stönd­um, við erum líka með áætl­un og skipu­lag hvernig við för­um inn í sam­henta og vinnu­sama rík­is­stjórn,“ sagði Þor­gerður. 

Hún þakkaði fyr­ir stuðning­inn og sagði svo:

„Við þurf­um að vinna sam­an fyr­ir fólkið okk­ar út í land­inu og Viðreisn er til­bú­in,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert