„Þetta er í við lægra en ég hafði vonast til. Við höfum haft þann taktinn að bæta við okkur eftir því líður á kvöldið,“ segir Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, í samtali við mbl.is.
Fyrstu tölur í Suðurvesturkjördæmi voru kynntar fyrir skömmu.
„Ég hef væntingar um að þetta braggist hjá okkur,“ segir Bergþór.
Flokkurinn er með 9,5% eftir að fyrstu tölur úr kjördæminu voru tilkynntar, en búið er að telja 6.300 atkvæði.
Miðað við þessar tölur er Miðflokkurinn með tvo þingmenn inni, en Bergþór væri kjördæmakjörinn og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir kæmist inn sem fyrsti uppbótarþingmaður kjördæmisins. Hins vegar er rétt að taka fram að uppbótarsætin geta sveiflast vel til og enn eiga eftir að koma fyrstu tölur úr öllum kjördæmum.
Miðað við þessar fyrstu tölur væru þetta þingmenn kjördæmisins:
Kjördæmakjörnir
· Bjarni Benediktsson (D)
· Alma Möller (S)
· Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D)
· Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C)
· Guðmundur Ingi Kristinsson (F)
· Guðmundur Ari Sigurjónsson (S)
· Bryndís Haraldsdóttir (D)
· Bergþór Ólason (M)
· Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
· Rósa Guðbjartsdóttir (D)
· Sigmar Guðmundsson (C)
· Willum Þór Þórsson (B)
Uppbótar
· Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M)
· Ágúst Bjarni Garðarsson (B)