Gasmengun berst yfir Grindavík

Gasmengun frá eldgosinu berst til suðurs og suðsuðvesturs, m.a. yfir …
Gasmengun frá eldgosinu berst til suðurs og suðsuðvesturs, m.a. yfir Grindavík. mbl.is/Karítas

„Eldgosið heldur áfram með svipuðu móti líkt og undanfarna daga og lítil breyting er á óróagögnum.“

Svo segir í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Hraun flæðir áfram til suðausturs frá nyrsta gígnum, að Sandhól og Fagradalsfjalli.

Þá mælist gasmengun (SO2) enn yfir heilsuverndarmörkum á gasmæli á Húsafelli, austan Grindarvíkur.

Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðan- og norðnorðaustanátt í dag. Gasmengun frá eldgosinu berst því til suðurs og suðsuðvesturs, m.a. yfir Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka