Gul viðvörun gengur í gildi víðs vegar um land á morgun vegna suðaustan hríðar. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.
Klukkan 14 á morgun tekur í gildi viðvörun á Suðurlandi og Faxaflóa.
Klukkan 15 gengur í gildi gul viðvörun á Miðhálendinu þar sem búast má við 20-28 m/s og snjókoma.
Klukkan 18 annað kvöld gengur síðan í gildi viðvörun á höfuðborgarsvæðinu þar sem búast má við 13-20 m/s og snjókomu.
Klukkan 19 og 20 bætast síðan Breiðafjörður, Vestfirðir og Suðausturland við.
Viðvörunin gengur úr gildi klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags.