Heitavatnslaust í Hveragerði

Hveragerðiskirkja í kuldanum í vikunni.
Hveragerðiskirkja í kuldanum í vikunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Hveragerði hefur verið heitavatnslaust að minnsta kosti frá því klukkan 20.33 í kvöld.

Bilun er í búnaði borholna hitaveitu í Hveragerði, að því er Veitur segja frá í tilkynningu.

Unnið sé að viðgerð en ekki hægt að segja til um hvenær vatnið komist á að nýju.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka