215.216 manns greiddu atkvæði í þingkosningunum og var kjörsóknin því 80,2%.
Kjörsóknin er álíka og hún hefur verið síðustu ár.
Árið 2021 var hún 80,1% og árið 2017 var hún 81,2%.
Þetta árið var kjörsóknin mest í Norðvesturkjördæmi, 82,3%, og minnst í Suðurkjördæmi, 78,8%.