Landskjörstjórn mun funda klukkan tvö í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála vegna nýafstaðinna þingkosninga.
Kjörstjórnin mun í framhaldinu úthluta þingsætum, að sögn formannsins Kristínar Edwald, en ekki er ljóst hvenær það verður.
Hún segir kosningarnar heilt yfir hafa gengið mjög vel og tafir hafi ekki orðið meiri en við var að búast.