Lokatölur eru nú komnar úr fjórum af sex kjördæmum landsins. Samfylkingin mælist stærst, þar á eftir Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn er þriðji stærsti flokkur landsins.
Þá lítur allt út fyrir að Vinstri græn og Píratar séu dottnir út af þingi.
mbl.is tók saman nokkur tíst landsmanna um framvindu næturinnar.
Góð spurning.
Þriggja konu stjórn. SCF
— Guðjón Guðmundsson (@gudjongudmundss) December 1, 2024
Kona forseti.
Er ekki bara tími kvenna kominn? #kosningar2024
Björn Ingi á Viljanum vill að Samfylkingin nýti sér styrkleika Dags B. Eggertssonar.
Dagur B. Eggertsson stendur sterkur eftlr þessar kosningar. Óþarfi fyrir Samfylkinguna að hafa áhyggjur af honum, miklu nær að nýta sér styrkleika hans sem eru td hæfileikinn til að mynda meirihluta og laga sig að aðstæðum. Nýliði en samt ein mesta þungavigtin. pic.twitter.com/B2x1k2025A
— Björn Ingi á Viljanum (@bjorningihr) December 1, 2024
Simmi Vil vill breyta kosningakerfinu.
Það á að taka upp tveggja umferða kosningar hér á landi. Galið að sitja uppi með 10-12% dauð atkvæði og fjögra flokka stjôrn. #kosningar24
— Simmi Vil (@simmivil) December 1, 2024
Ragnar Þór kátur.
Ótrúlegar senur. Ragnar Þór glaður. #kosningar2024 pic.twitter.com/R0CNdWKTsM
— Finnur Kolbeinsson (@finkol) December 1, 2024
Hvernig fer hjá Benedikt kemur í ljós í kvöld.
Það eina sem ég vil vita er hvort niðurstaða kosninganna hafi áhrif á hvernig lokaþátturinn af Ráðherranum fer. #kosningar2024
— Karl Sigurðsson (@kallisig) December 1, 2024
Náði einhver að telja?
Getur einhver talið hvað það eru mörg dúnvesti á kosningavöku Miðflokksins? #kosningar2024
— Kolbrún Birna 🇵🇸 (@kolla_swag666) December 1, 2024
Obbosí.
Hægt að segja að Svandís Svavarsdóttir sé ákveðin sigurvegari í þessari kosningabaráttu.
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) November 30, 2024
Henni hefur tekist að þurrka út VG á mettíma #kosningar2024 #kosningar24
Þórhalli Gunnarssyni varð bylt við.
Það gleður mig að sjá jafn glæsilegan mann og Þórhall bera sömu mannlegu breyskleika og hinn almenni gómur #kosningar2024 pic.twitter.com/sVTrVZpfRB
— Eiríkur (@Eirikura) November 30, 2024
Palli orðinn stílisti Samfylkingarinnar?
Páll Óskar sér um að dressa Kristrúnu. Klárt mál 💯#Election2024 #kosningar #kosningar24 #kosningazone pic.twitter.com/tC2dBM7toK
— GINGI (@gunnibjornss) December 1, 2024