Lokatölur í Norðvestur: Sjálfstæðismenn stærstir

Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum en lokatölur þaðan hafa borist.

Sjálfstæðismenn fengu 3.249 atkvæði, eða 18%, á meðan Flokkur fólksins var næstur á eftir með 3.023 atkvæði, eða 16,7%.

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi.
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi. mbl

Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu með 2.871 atkvæði, eða 15,9%, og næstur á eftir honum er Miðflokkurinn með 2.670 atkvæði.

Í næstu sætum á eftir koma Framsóknarflokkurinn með 2.405 atkvæði og Viðreisn með 2.286 atkvæði.

Lokatölur í Norðvesturkjördæmi:

  • Framsókn 2.405 atkvæði
  • Viðreisn 2.286 atkvæði
  • Sjálfstæðisflokkurinn 3.249 atkvæði
  • Flokkur fólksins 3.023
  • Sósíalistaflokkurinn 620
  • Lýðræðisflokkurinn 143
  • Miðflokkurinn 2.670
  • Píratar 322
  • Samfylkingin 2.871
  • Vinstri græn 486

Kjörsókn: 82,3%

Kjördæmakjörnir þingmenn:

  · Ólafur Adolfsson (D)
  · Eyjólfur Ármannsson (F)
  · Arna Lára Jónsdóttir (S)
  · Ingibjörg Davíðsdóttir (M)
  · Stefán Vagn Stefánsson (B)
  · María Rut Kristinsdóttir (C)


Uppbótarþingmaður
  · Lilja Rafney Magnúsdóttir (F)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert