Lokatölur: Samfylkingin bætti við sig 9 þingsætum

Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir fagna á …
Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir fagna á kosningavöku Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Lokatölur úr öllum sex kjördæmunum á landinu hafa nú verið birtar. Samfylkingin hlýtur flest atkvæði, eða 20,8%. Flokkurinn bætir við sig níu þingsætum frá síðustu kosningum og fær 15 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur næstflest atkvæði, eða 19,4%. Flokkurinn tapar tveimur þingsætum og fær 14 þingmenn.

Viðreisn fær 15,8% atkvæða. Hann bætir við sig sex þingsætum og fær 11 þingmenn.

Þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 13,8% atkvæða. Hann bætir við sig fjórum þingsætum og fær 10 þingmenn.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins kaus í Ingunnarskóla.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins kaus í Ingunnarskóla. mbl.is/Karítas

Miðflokkurinn er síðan með 12,1% atkvæða. Hann bætir við sig fimm þingsætum og fær átta þingmenn.

Framsóknarflokkurinn endar síðan með 7,8% atkvæða. Hann tapar átta þingsætum og fær fimm þingmenn.

Aðrir flokkar fá engan þingmann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus á Flúðum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus á Flúðum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert