Lokatölur: Samfylkingin bætti við sig 9 þingsætum

Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir fagna á …
Alma Möller, Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir fagna á kosningavöku Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Loka­töl­ur úr öll­um sex kjör­dæmun­um á land­inu hafa nú verið birt­ar. Sam­fylk­ing­in hlýt­ur flest at­kvæði, eða 20,8%. Flokk­ur­inn bæt­ir við sig níu þing­sæt­um frá síðustu kosn­ing­um og fær 15 þing­menn.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlýt­ur næst­flest at­kvæði, eða 19,4%. Flokk­ur­inn tap­ar tveim­ur þing­sæt­um og fær 14 þing­menn.

Viðreisn fær 15,8% at­kvæða. Hann bæt­ir við sig sex þing­sæt­um og fær 11 þing­menn.

Þar á eft­ir kem­ur Flokk­ur fólks­ins með 13,8% at­kvæða. Hann bæt­ir við sig fjór­um þing­sæt­um og fær 10 þing­menn.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins kaus í Ingunnarskóla.
Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins kaus í Ing­unn­ar­skóla. mbl.is/​Karítas

Miðflokk­ur­inn er síðan með 12,1% at­kvæða. Hann bæt­ir við sig fimm þing­sæt­um og fær átta þing­menn.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn end­ar síðan með 7,8% at­kvæða. Hann tap­ar átta þing­sæt­um og fær fimm þing­menn.

Aðrir flokk­ar fá eng­an þing­mann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus á Flúðum.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kaus á Flúðum. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka