„Þetta eru mikil og djúp vonbrigði,“ ritar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi í Facebook-færslu eftir tíðindi næturinnar.
Píratar eru dottnir af þingi og eins og staðan er núna, er lokatölur eiga eftir að berast úr Suðvesturkjördæmi, fengu Píratar 5.433 atkvæði, eða 3% atkvæða. Þeir missa því alla sex þingmenn sína.
Þórhildur Sunna segir niðurstöðuna langt frá væntingum.
„Það hafa verið forréttindi að sitja á Alþingi og einn daginn geri ég það upp en ekki í dag.“
Hún þakkar kjósendum Pírata, starfsfólki, sjálboðaliðum og samstarfsfólki sínu.