Miklar breytingar í Reykjavík suður

Eftir nýjustu tölur er Aðalsteinn Leifsson í Viðreisn kominn inn …
Eftir nýjustu tölur er Aðalsteinn Leifsson í Viðreisn kominn inn sem og Lilja Alfreðsdóttir í Framsókn. Jón Pétur Zimsen í Sjálfstæðisflokki og Kolbrún Baldursdóttir í Flokki fólksins eru hins vegar dottin út. Samsett mynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins missa sitt hvorn manninn í Reykjavíkurkjördæmi suður samkvæmt nýjum tölum úr kjördæminu nú þegar 30.403 atkvæði hafa verið talin. Viðreisn og Framsókn bæta hins vegar við sig manni og er Lilja Alfreðsdóttir nú inni sem uppbótarþingmaður.

Í nýjum tölum lækkar Sjálfstæðisflokkurinn um 1,1 prósentustig og er nú með 17,7%. Dettur Jón Pétur Zimsen út sem uppbótarþingmaður samkvæmt þessu.

Viðreisn bætir hins vegar við sig og fer upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn með 17,9% og nær með því að bæta við sig þriðja þingmanninum, en það er Aðalsteinn Leifsson sem uppbótarþingmaður.

Flokkur fólksins missir Kolbrúnu Baldursdóttur sem uppbótarþingmann, en Lilja Alfreðsdóttir kemur inn í hennar stað fyrir Framsóknarflokkinn. Er flokkurinn með 4,6%.

Tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður kl. 02:47.
Tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður kl. 02:47. Graf/mbl.is

Samfylkingin heldur fylgi milli talna, fer úr 23,3% í 23,2% og heldur þremur þingmönnum, öllum kjördæmakjörnir.

Sósíalistaflokkurinn bætir örlítið við sig og fer úr 5,4% upp í 5,6% án þess að ná inn þingmanni.
Miðflokkurinn er með 10,4% og heldur einum þingmanni, sem er Snorri Másson.

Þetta eru þingmenn kjördæmisins samkvæmt nýjustu tölum:

Kjördæmakjörnir
  · Jóhann Páll Jóhannsson (S)
  · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
  · Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
  · Inga Sæland (F)
  · Ragna Sigurðardóttir (S)
  · Snorri Másson (M)
  · Jón Gnarr (C)
  · Hildur Sverrisdóttir (D)
  · Kristján Þórður Snæbjarnarson (S)
Uppbótar  
  · Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B)
  · Aðalsteinn Leifsson (C)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka