Samtals töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir 18 þingsætum í kosningunum.
Vinstri græn töpuðu átta þingsætum og eru nú dottin af þingi. Þeir fengu 4.974 atkvæði, eða 2,3%
Framsóknarflokkurinn tapaði einnig átta þingsætum en fær alls fimm þingmenn, þrjá kjördæmaþingmenn og tvo jöfnunarþingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, féll í síðar nefnda flokkinn. Flokkurinn fékk 16.578 atkvæði, eða 7,8%.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur þingsætum og fékk alls 14 þingmenn, tólf kjördæmaþingmenn og einn jöfnunarþingmenn. Flokkurinn fékk 41.143 atkvæði, eða 19,%, og er næst stærsti flokkurinn á þingi eftir Samfylkingunni.