Ríkisstjórnin rassskellt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur sporið á kosningavöku flokksins …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur sporið á kosningavöku flokksins í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ótrú­leg­ur sig­ur fyr­ir okk­ur og um leið líka af­ger­andi skila­boð frá þjóðinni. Hún er svo­lítið að rass­skella þessa óvin­sæl­ustu rík­is­stjórn Íslands­sög­unn­ar.“

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, en flokk­ur­inn vann stærsta sig­ur­inn í sögu sinni í af­stöðnum alþing­is­kosn­ing­um.

Seg­ir hún flokks­menn enn vera að melta niður­stöðurn­ar.

„Þetta er stór­kost­leg­ur ár­ang­ur hjá okk­ur og við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þenn­an mikla meðbyr sem við fund­um og er síðan að skila sér.

Þetta er stærsti sig­ur í sögu flokks­ins en fyrst og síðast er þetta ákall um breyt­ing­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“ seg­ir hún og lýs­ir at­b­urðarás­inni sem svo að þegar einn stjórn­ar­flokk­ur dett­ur út af þingi, ann­ar stjórn­ar­flokk­ur­inn rétt held­ur sér inni og sá þriðji sé að fá sína verstu út­reið í sögu flokks­ins, sé ákallið nokkuð skýrt.

Fram­ar björt­ustu von­um

Viðreisn rúm­lega tvö­fald­ar þing­manna­fjölda sinn, fer úr 5 mönn­um í 11, sem Þor­gerður seg­ir hreint út sagt fram­ar björt­ustu von­um og flokk­ur­inn ætl­ar sér til áhrifa.

„Til þess erum við í póli­tík en við vilj­um sjá og svara þessu ákalli þjóðar­inn­ar um sam­henta sam­stíga rík­is­stjórn og það hlut­verk tök­um við al­var­lega.

Á end­an­um snýst þetta líka um þau mál­efni sem liggja hvað mest á þjóðinni en það er að ná niður verðbólgu og vöxt­um og ná efna­hags­leg­um stöðug­leika í sam­fé­lag­inu.“

Ákall um sam­henta rík­is­stjórn

Spurð hvort Viðreisn geti hallað sér til bæði vinstri og hægri eins og marg­ir hafa bent á seg­ir Þor­gerður hægt að sjá alls kon­ar mynstur en í ljósi þess að hér sé ákall um sam­henta rík­is­stjórn finn­ist henni rétt að þeir flokk­ar sem eru mál­efna­lega hvað næst­ir hvor öðrum taki næstu skref­in.

Hverj­ir standa ykk­ur næst?

„Ég held að fólk geti bara skoðað þetta og lesið í töl­urn­ar.“ Við erum alla vega búin að læra það á síðustu a.m.k. þrem­ur árum að flokk­ar, mál­efna­lega ólík­ir hver öðrum, geta stoppað mál og þá ger­ist ekk­ert. Við eig­um að taka þann lær­dóm með okk­ur inn í mynd­un rík­is­stjórn­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert