Samfylkingin leiðir í fyrstu tölum í Reykjavíkurkjördæmi suður með 5.057 atkvæði af 21.949 töldum.
Með næst flest atkvæði er Sjálfstæðisflokkurinn með 4.079 atkvæði. Þar á eftir kemur Viðreisn með 3.736, Flokkur fólksins 2.847, Miðflokkurinn 2.176, Sósíalistaflokkurinn 1.180, Framsóknarflokkurinn 1.014, Píratar 793, Vinstri grænir 650 og Lýðræðisflokkurinn 187.
Auðir seðlar 197 og ógildir 33.
Samfylkingin bætir við sig 10 prósentustigum í kjördæminu miðað við lokatölur í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi en hann fékk 22,8% síðast en 18,8% samkvæmt nýjustu fyrstu tölum.
Vinstri græn fengu 14,7% í síðustu kosningum en lítið er eftir af flokknum ef marka má fyrstu tölur, aðeins 3% talinna atkvæða.
Framsókn fékk 14,7% síðast en 4,7% nú. Viðreisn hefur fengið 17,2% atkvæða en fékk 8,6% árið 2021.
Miðflokkurinn fékk 4,1% í Reykjavíkurkjördæmi suður síðast en hafa fengið 10% talinna atkvæða í ár.
Píratar eru með 3,7% talinna atkvæða en fengu 10,9% síðast. Flokkur fólksins er með 13,1% atkvæða en fékk 8,9% í fyrra.
Samkvæmt þessum tölum úr kjördæminu eru þetta þingmenn kjördæmisins:
Kjördæmakjörnir
· Jóhann Páll Jóhannsson (S)
· Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
· Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
· Inga Sæland (F)
· Ragna Sigurðardóttir (S)
· Snorri Másson (M)
· Hildur Sverrisdóttir (D)
· Jón Gnarr (C)
· Kristján Þórður Snæbjarnarson (S)
Uppbótar
· Björn Leví Gunnarsson (P)
· Aðalsteinn Leifsson (C)
Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í Suður- og Suðvesturkjördæmi en Samfylking leiðir í Norðausturkjördæmi.
Landsyfirlitið sem birtist nú byggir að hluta á niðurstöðum úr skoðanakönnunum, þar til komnar eru atkvæðatölur úr öllum kjördæmum. Eftir að fyrstu tölur eru komnar úr öllum kjördæmum byggir landsyfirlitið einungis á þeim tölum sem gefnar hafa verið upp af yfirkjörstjórnum.