Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt aftur inn á þing eftir að lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi sem jöfnunarþingmaður.
Um áttaleytið í morgun var hann úti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, inn í hans stað. Nú er Lilja Dögg hins vegar dottin út og Sigurður Ingi kominn inn.
Þá er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kominn inn sem jöfnunarþingmaður í Reykjavík norður fyrir Viðreisn og Jón Pétur Zimsen er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Aðrir jöfnunarþingmenn eru Dagbjört Hákonardóttir í Reykjavík norður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í Reykjavík suður fyrir Flokk fólksins, Rósa Guðbjartsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins í Suðvestur, Lilja Rafney Magnúsdóttir fyrir Flokk fólksins í Norðvestur og Þórarinn Ingi Pétursson fyrir Framsókn í Norðaustur.