Sigurður Ingi nú inni á þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Arnþór

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fær sæti á Alþingi miðað við nýjar tölur sem birtust nýverið frá Suðurkjördæmi.

Halla Hrund Logadóttir, oddviti flokksins í kjördæminu, fær sæti á þingi, en Sigurður Ingi nær þingsæti sem uppbótarþingmaður.

Enn er þó fjöldi atkvæða ótalinn og ekki ljóst hvernig jöfnunarsætahringekjan endar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka