Snjóplógur tekur atkvæðin gegnum ófærðina

Gísli er búinn að hlaða skottið með kjörkössum frá Norðfirði …
Gísli er búinn að hlaða skottið með kjörkössum frá Norðfirði og Eskifirði. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Gísli M. Auðbergs­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Fjarðabyggð, ekur nú um með kjör­kassa á leiðinni á Eg­ilsstaðaflug­völl. Færðin mætti vera betri en hann lof­ar blaðamanni að aka var­lega með at­kvæðin í skott­inu.

Kjör­sókn í Fjarðabyggð er um 70,9%, 1.729 greiddu at­kvæði á kjörstað og 730 utan­kjör­fund­ar, en fjöldi utan­kjör­fund­ar­at­kvæða sem borist hef­ur kjör­deild­um utan sveit­ar­fé­lags­ins eða er­lend­is frá ligg­ur ekki fyr­ir og er því ekki í þess­um töl­um

„Við erum að smala sam­an köss­um úr Fjarðabyggð. Ég er kom­inn með í skottið Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð,“ seg­ir Gísli í sam­tali við mbl.is.

„Og það er bíll að koma í veg fyr­ir mig frá Suður­fjörðunum og hann er rétt ókom­inn í Fá­skrúðsfjörð en hann á rétt eft­ir að koma með einn kassa og koma svo yfir á Reyðarfjörð til mín.“ 

Hann á eft­ir að sækja kjör­kassa í Fagra­dal en síðan ekur hann með þá á Eg­ilsstaðaflug­völl.

Gísli með kjörkassa Eskfirðinga tilbúinn til flutnings.
Gísli með kjör­kassa Esk­firðinga til­bú­inn til flutn­ings. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

Fast­ir ferðamenn töfðu flutn­ing kjör­gagna  

En hvernig er færðin?

„Færðin er búin að vera erfið. En við gát­um samið við plóg­inn sem var að fara frá Norðfirði að taka þetta fyr­ir okk­ur á Eskifjörð. Þar er kol­vit­laust veður og lokað,“ svar­ar Gísli.

„Svo á Suður­fjörðunum hafa ein­hverj­ir ferðamenn verið stopp og tafið snjórenn­ing og vesen, en það er búið að bjarga.“

En þú lof­ar að aka var­lega, er það ekki?

„Jú jú jú, að sjálf­sögðu,“ svar­ar hann og hlær við.

„Ég reyni nú aðeins að gera þetta hraðar en hæg­ar en ekk­ert óvar­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert