Þau verða þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna:

Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna.
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna. Samsett mynd

Nú liggur fyrir hvaða frambjóðendur til alþingiskosninganna verða kjördæmakjörnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður.

Eftirfarandi eru kjördæmakjörnir þingmenn í Reykjavík norður:

  1. Kristrún Frostadóttir (S)
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  3. Hanna Katrín Friðriksson (C)
  4. Dagur Bergþóruson Eggertsson (S)
  5. Ragnar Þór Ingólfsson (F)
  6. Sigríður Á. Andersen (M)
  7. Diljá Mist Einarsdóttir (D)
  8. Þórður Snær Júlíusson (S)
  9. Pawel Bartoszek (C)

Eftirfarandi eru kjördæmakjörnir þingmenn í Reykjavík suður:

  1. Jóhann Páll Jóhannsson (S)
  2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C)
  3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
  4. Inga Sæland (F)
  5. Ragna Sigurðardóttir (S)
  6. Snorri Másson (M)
  7. Jón Gnarr (C)
  8. Hildur Sverrisdóttir (D)
  9. Kristján Þórður Snæbjarnarson (S)

Eins og sakir standa stefnir í að eftirfarandi frambjóðendur verði uppbótarþingmenn, en sú röðun getur auðveldlega breyst þegar tölur berast úr öðrum kjördæmum sem hafa áhrif á uppbótarþingmannahringekjuna svokölluðu:

Reykjavíkurkjördæmi norður:

  1. Dagbjört Hákonardóttir (S)
  2. Marta Wieczorek (F)

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  1. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (F)
  2. Aðalsteinn Leifsson (C)

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur gefið út að hann ætli ekki að taka sæti á Alþingi. Dagbjört Hákonardóttir skipar sætið fyrir neðan Þórð á lista Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert