Birta Hannesdóttir
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja kjörgögn á Höfn og koma þeim yfir á Selfoss.
Þetta segir Rögnvaldur Úlfarsson, vaktstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is
Þegar þetta er skrifað er verið að gera þyrluna klára fyrir brottför en búist er við því að það taki einn og hálfan til tvo klukkutíma að fljúga til Hafnar vegna slæms veðurs.