Mikil töf á tölum frá Norðausturkjördæmi

Gestur Jónsson formaður í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis.
Gestur Jónsson formaður í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. mbl.is/Þorgeir

Næstu töl­ur frá Norðaust­ur­kjör­dæmi munu ekki koma fyrr en klukk­an átta eða níu þegar líða tek­ur á morg­un­inn.

Þetta upp­lýs­ir Gest­ur Jóns­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi, og tek­ur fram að gögn hafi m.a. borist seint.

„Þetta tefst al­veg heil­mikið hjá okk­ur. Við erum aldrei fyrr en átta eða níu eða eitt­hvað svo­leiðis.“

Næstu töl­ur úr Norðvest­ur­kjör­dæmi eru hins veg­ar vænt­an­leg­ar á næstu klukku­stund. 

Búið er að telja öll at­kvæði í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um, en auk Norðaust­urs- og Norðvest­ur­s­kjör­dæmi eiga töl­ur eft­ir að koma úr Suður- og Suðvest­ur­kjör­dæm­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert