Mikil töf á tölum frá Norðausturkjördæmi

Gestur Jónsson formaður í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis.
Gestur Jónsson formaður í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. mbl.is/Þorgeir

Næstu tölur frá Norðausturkjördæmi munu ekki koma fyrr en klukkan átta eða níu þegar líða tekur á morguninn.

Þetta upplýsir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, og tekur fram að gögn hafi m.a. borist seint.

„Þetta tefst alveg heilmikið hjá okkur. Við erum aldrei fyrr en átta eða níu eða eitthvað svoleiðis.“

Næstu tölur úr Norðvesturkjördæmi eru hins vegar væntanlegar á næstu klukkustund. 

Búið er að telja öll atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum, en auk Norðausturs- og Norðvesturskjördæmi eiga tölur eftir að koma úr Suður- og Suðvesturkjördæmum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert