Utankjörfundaratkvæði aldrei áður yfir 7 þúsund

Gestur Jónsson.
Gestur Jónsson. mbl.is/Þorgeir

Taln­ing stend­ur yfir á utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Þau eru rúm­lega 7.100 tals­ins en þau hafa aldrei áður farið yfir sjö þúsund í kjör­dæm­inu.

Þetta seg­ir Gest­ur Jóns­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Hann bæt­ir við að ef allt stemm­ir sé í mesta lagi ein klukku­stund í að loka­töl­ur verði til­bún­ar.

„Við erum að fá Aust­f­irðina ein­um og hálf­um tíma seinna held­ur en í venju­legu ár­ferði,“ seg­ir hann jafn­framt um at­kvæðin þaðan og nefn­ir að þung færð hafi verið á fjall­veg­um. Snjó­blás­ari hafi keyrt á und­an bíl­un­um sem fóru með at­kvæðin á milli staða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert