Talning stendur yfir á utankjörfundaratkvæðum í Norðausturkjördæmi. Þau eru rúmlega 7.100 talsins en þau hafa aldrei áður farið yfir sjö þúsund í kjördæminu.
Þetta segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.
Hann bætir við að ef allt stemmir sé í mesta lagi ein klukkustund í að lokatölur verði tilbúnar.
„Við erum að fá Austfirðina einum og hálfum tíma seinna heldur en í venjulegu árferði,“ segir hann jafnframt um atkvæðin þaðan og nefnir að þung færð hafi verið á fjallvegum. Snjóblásari hafi keyrt á undan bílunum sem fóru með atkvæðin á milli staða.