Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna snjóflóða.
Svo segir á á vef Vegagerðarinnar, en beðið er með mokstur meðan aðstæður eru kannaðar.
Á vef Veðurstofunnar segir að klukkan 20:30 í gærkvöldi hafi verið skráð lítið flóð úr Skápgili sem náði inná veg.
Stefnt er á að gefa nýjar upplýsingar klukkan 10.
Þá eru vegirnir um Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfi lokaðir. Athugun með mokstur verður með morgninum.
Á Norðurlandi er vegurinn um Þverárfjall lokaður vegna snjóa.
Gul viðvörun er í gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi fram á hádegi vegna hríðar.