Vinstri græn hlaut 2,3% atkvæða og á því ekki rétt á ríkisstyrk í ár.
Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Greiðslurnar eru eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni.
Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga.
Ljóst er því að fráfarandi ríkisstjórnarflokkurinn nær ekki því lágmarki.
Þess má geta að geta stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 4,5 milljónir króna.