Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var fimmti formaðurinn til þess að hitta Höllu Tómasdóttur, eftir kosningar í fyrradag. Miðflokkurinn var með rúm 11% í fylgi og er fimmti stærsti flokkurinn á alþingi.
Sigmundur Davíð hitti Höllu á mjög stuttum fundi um klukkan 14. Við komu á Bessastaði sagði Sigmundur að honum fyndist eðlilegt að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, muni fá umboð til stjórnarmyndunar.
Hann sagði jafnframt að hann búist alveg eins við að vera í stjórn og utan hennar. Hann sagðist ekki hafa rætt við Kristrúnu Frostadóttur um samstarf. Spurður hvort hann búist við því að vera í næstu ríkisstjórn, segir Sigmundur. „Bara hvort heldur sem er. Ef Miðflokkur verður í ríkisstjórn þá verða hér alvöru breytingar,“ segir Sigmundur.