Engin slys á fólki enn sem komið er

Veðrið í Ártúnsbrekku fyrr í kvöld.
Veðrið í Ártúnsbrekku fyrr í kvöld. mbl.is/Karítas

Engin slys á fólki hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hingað til að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Talsverður erill hefur verið hjá lögreglu og starfsmönnum hjá Árekstur.is í dag vegna umferðaróhappa.

Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Árekstur.is, sagði fyrr í kvöld að fyrirtækið hefði sinnt á fjórða tug útkalla á höfuðborgarsvæðinu

Óveðrið færi sig til austurs

Óli Þór Árnason, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að að öllum líkindum slaki á veðrinu á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti en að óveðrið færi sig til austurs og þá einkum meðfram suðurströndinni og verði komið yfir Suðausturland snemma í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka