Færð farin að spillast á Reykjanesbraut

Strandarheiði nú um klukkan tvö í dag.
Strandarheiði nú um klukkan tvö í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Færðin á Reykjanesbrautinni er farin að spillast og er mikil hálka á brautinni að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook.

Þar segir að viðbragðsaðilar séu að vinna á fjórum stöðum á Reykjanesbraut en ekki sé vitað á þessari stundu hvort slys hafi orðið á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert